Aðalfundur 2008

Fundur haldinn í Reykjavík 2008

Fundarsetning

Ásgeir Guðmundsson formaður Landssambands sumarhúsaeigenda setti fundinn klukkan 20.08 og bauð fundarmenn velkomna þá sérstaklega gest fundarins, Helga Áss Grétarsson.

Skipan fundarstjóra og fundarritara

Sveinn Geir Sigurjónsson var skipaður fundarstjóri og Katrín Steinsdóttir fundarritari.

Gestur fundarins

Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur hjá lagastofnun Háskóla Íslands fór yfir meginatriði lagafrumvarps um frístundabyggð, en það liggur fyrir Alþingi. Helgi Áss og Eyvindur Gunnarsson yfirfóru frumvarpið síðast liðið haust, þá bættu þeir ýmsu inn í frumvarpsdrögin til hagsbóta fyrir leigutaka, m.a. að við leigulok þá öðlist leigutakinn áframhaldandi leigurétt og að þetta ákvæði verði afturvirkt varðandi þá leigusamninga sem eru í gildi þegar lögin verða samþykkt.

Lagastofnun telur að um sé að ræða það mikla hagsmuni fyrir leigutaka að stætt sé á kröfu um forleigurétt og að eðlilegt sé að á móti komi hækkun á leigugjaldi við framlengingu leigusamninga. Helgi telur ýmsar breytingar í þjóðfélaginu á síðastliðnum 20 – 25 árum hafa orðið til þess að ennþá meiri nauðsyn sé á lagasetningu varðandi frístundabyggð.

Sveinn Guðmundsson framkvæmdastjóri Landssambands sumarhúsaeigenda spurði um félagafrelsi varðandi sumarhúsafélög, Helgi telur að það séu það margir hlutir og mörg verkefni sameiginleg á sumarhúsasvæðum að skylduaðild sé jafn réttmæt þar og í fjöleignahúsum. Árni Þór Árnason frá Vaðnesi, spurði hvar frumvarpið væri statt, Sveinn Guðmundsson sagði frumvarpið vera hjá félags- og trygginganefnd Alþingis.Sveinn vonar að frumvarpið fari í gegn á þessu vorþingi, en með einhverjum breytingum. Sverrir DavíðHauksson frá Eyrarskógi sagði að stjórn hans félags hefði átt fund með frumvarpsnefndinni í síðustu viku, þar kom fram að skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um frumvarpið. Pálmi Hrafnkelsson frá Oddsholti spurði um réttarstöðu sumarhúsaeigenda gagnvart sveitarstjórnum, Helgi Áss telur að sveitarstjónarmenn hafi ekki áhuga fyrir auknum rétti sumarhúsaeigenda. Árni Þór Árnason spurði hvort það væri rétt að sumarhúsaeigendur hefðu engan rétt gagnvart sveitarstjórnum, Helgi Áss sagði svo vera án lögheimilis í sveitarfélögum er fólk rétt lítið. Ásgeir Guðmundsson færði Helga Áss þakkargjöf fyrir hans framlag til fundarins.

Fundargerð síðasta aðalfundar

Fundarstjóri lagði til að fundargerð síðasta aðalfundar yrði ekki lesin, enda er hún í sumarhúsahandbókinni sem kom út á síðasta ári, samþykkt var að lesa hana ekki.

Skýrsla stjórnar

Ásgeir Guðmundsson las skýrslu stjórnar:

Skýrsla stjórnar LS fyrir árið 2007

Stjórnin var skipuð eftirtöldum aðilum fyrir árið 2007.

Stjórn: Ásgeir Guðmundsson, formaður Sveinn Geir Sigurjónsson, varaformaður Guðmundur Guðbjarnason, ritari Margrét Jakobsdóttir, gjaldkeri Ægir Frímansson, meðstjórnandi.

Varastjórn: Björn Friðfinnsson, Einar M. Nikulásson og Katrín Steinsdóttir.

Endurskoðandi: Pétur Jónsson.

Framkvæmdastjóri: Sveinn Guðmundsson.

Skrifstofustjóri: Aðalheiður Valdimarsdóttir.

Skrifstofan: Skrifstofan er að Suðurlandsbraut 30 og er opið nú vikulega mánudaga til fimmtudaga 09 – 12. Þannig aukið hefur verið við opnunartíma frá fyrra ári, en þá var opið mánudaga til miðvikudaga 09 – 12. Álag á skrifstofuna hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár. Skrifstofan hefur afgreitt fjölda mála fyrir félagsmenn og aukning er jöfn og þétt. Framkvæmdastjóri sambandssins hefur sótt fjölmarga fundi m eð félögum innan LS.

Haldnir voru 5 stjórnarfundir í árinu, auk fjölda annarra funda þar sem stjórnarmenn og/eða framkvæmdastjóri LS sátu.

Útgáfumál: Sumarhúsahandbókin var gefin út á árinu. Í ritinu var komið inn á mörg mál er tengist frístundabyggðinni.

– Frumvarp til laga um frístundabyggðina kynnt.

– Samstarf sveitarfélaga og sumarhúsaeigenda.

– Eldvarnir.

– Heitir pottar.

– Þróun opinberra gjalda af sumarhúsi.

– Og margt fleira.

Skrifstofa LS sá um ritstjórn og efnisöflun og í ritstjórn sat f.h. LS Sveinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri.

Fyrir liggur nú undirbúningur að útgáfu Sumarhúsahandbókarinnar 2008 sem kemur út í júní n.k. LS leggur áherslu á að bókin verði vettvangur sambandssins til að koma fræðslu og upplýsingum á framfæri við sumarhúsaeigendur og eru félagsmenn hvattir til að skrifa greinar í bókina.

Frumvarp til laga frístundabyggð

Til upprifjunar þá skilaði starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins af sér frumvarpi til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð þann 28. febrúar 2007. Starfshópurinn taldi að þegar litið væri til framtíðar þá leiddi samþykkt frumvarpsins til þess að draga muni úr ágreiningi sem ríkir víða í frístundabyggðum Um afdrif frumvarpsins þarf ekki að ræða frekar, stutt var til þingloka vegna væntanlegra kosninga og málið dagaði uppi.

Félagsmálaráðuneytið tók málið föstum tökum og í meðförum þess tók frumvarpið miklum breytingum til hins góða fyrir frístundabyggðina.

T.a.m. er framleiga og framsal leiguréttinda á lóð undir frístundahús heimil án samþykkis leigusala. Leigutaki skal þó tilkynna leigusala um framleigu lóðarleiguréttinda til lengri tíma en eins árs eða framsal lóðarleiguréttinda innan fjögurra vikna frá slíkum aðilaskiptum.

Veðsetning lóðarleiguréttinda er heimil án samþykkis leigusala. Þetta ákvæði í lögunum er til samræmis við lög og reglur um samningsveð.

Reynt er að tryggja lóðarleiguhafa framlengingu á leigusamning að leigutíma loknum með ákveðnum hætti.

Í frumvarpinu er mælt fyrir um rétt leigutaka til að framlengja leigusamning sem er að renna út. Eðli málsins samkvæmt þarf að gæta að hagsmunum beggja aðila, ekki síst vegna þess að lögin munu gilda um þá samninga sem voru gerðir fyrir gildistöku laganna og eru í gildi þegar lögin koma til framkvæmda. Það er forsenda frumvarpsins að hægt sé að bæta réttarstöðu þeirra fjölmörgu lóðarleigutaka sem nú hafa gilda samninga sem eru að renna út innan skamms. Fáar leiðir eru færar í þeim efnum en að leigutaki hafi ótvíræðan rétt til að framlengja leigusamning eða rétt til að leysa lóðina til sín.

Frumvarpið eins og það lítur út í dag er ótvírætt mjög hagkvæmt fyrir frístundabyggðina og lóðaleigutaka, en það vekur athygli hvað fáir aðilar hafa stutt frumvarpið. Einungis eitt sumarhúsahúsfélag sendi inn stuðningsyfirlýsingu til félags – og tryggingamálanefndar Alþingis auk LS, Byggðastofnun og Félagi eldri borgara í Reykjavík. Stuðningsaðilar lýstu því yfir að lagasetningin yrði mikil réttarbót fyrir leigutaka. Hins vegar sendu fjölmargir inn mótmæli við frumvarpið og töldu m.a. að ráðstöfunaréttur landeigenda væri mjög takmarkaður, þ.e. að leigutaki eiga rétt á 25 ára framleigu og það verði ekki fyrr en 10 árum eftir það sem landeigandi geti krafið leigutaka um kaup á landinu. Þá hafa gagnaðilar bent á að ekki væri tækt að setja lög með afturvirkum hætti.

LS hefur bent á að efnið varði almannahagsmuni en gagnaðilar telja svo ekki vera. Þá hafa mótmæli einnig beinst að því að félagafrelsi séu vari n af stjórnarskránni þannig að ekki verði hægt að setja lög sem bindi menn í félag.

Þingefndin vill leysa málið og lausnin gæti verið að milda ákvæðið um framleigu þ.e. 25 ár + 10 ár sölurétt landeiganda, þó verður að taka tillit til fólks sem er nýbúið að kaupa hús þar sem leigutími er að renna út og engar viðvaranir hafa komið um að ekki yrði boðið upp á framhald leigu.

Nauðsynlegt er að frumvarpið nái fram að ganga og til þess að svo geti farið gæti LS alveg tekið undir að milda ákvæði um framleiguna. Það getur líka alveg hugsast að uppkaup verði strax að loknum leigutíma ef leigusali óskar eftir því. Í því sambandi er mikilvægt að úrskurðarnefndin eða gerðardómur komi að málinu ef menn eru ósammála um verðmatið. Sama á við ef um framleigu er að ræða.

Félagaformið tekur mið af samfélagi, eigenda húseigna, líkt og í fjöleignarhúsi. Sameign er vegasamlagið, girðingar, veitukerfi o.s.frv. Það er með sömu rökum og með húsfélag, félagarnir séu skuldbundnir með sama hætti að taka þátt í kostnaði sem til fellur vegna sameignarinnar.

Upptalningin um atriði til að fjalla um gerð leigusamngina er samkvæmt efninu ekki endilega tæmandi. Hins vegar er verið að tíunda það helsta og mikilvægasta, þannig að aðilar staldri við við gerð samninga og velti fyrir sér helstu atriðum sem skipta máli.

Fjölskyldur eða einstaklingar sem hafa tekið þá ákvörðun að fjáfesta í sumarhúsi og leigulóð eru í leiðinni að taka landið í fóstur og sumir hverjir hafa byrjað ræktun frá grunni. Mikill kostnaður er samfara því að koma sér upp sumarhúsi, lagt er í húsið sjálft, innbú, lóð og annað s.s. veg, kalt og heitt vatn, girðingu, rotþró, rafvæðingu o.s.frv. Fólk sem fjárfestir í leigulandi er að leggja til mun meira verðmæti í landið en landeigandi sjálfur. Hafa ber í huga að hagsmunir lóðarleigutaka eru yfirleitt mun meiri í fjárhagslegu tilliti en landeiganda sbr. framangreint og er mikivægt að löggjafinn standi vörð um þessa almannahagsmuni.

Við höfum miklar áhyggjur af þróun mála næstu daga. Það vandamál sem er til staðar í Dagverðarnesi er að byrja í Eyrarskógi og þá hefur spurst út að eigandi Indriðastaða ætli ekki að endurnýja leigusamninga sem renna flestir út á næsta ári. Fólki gefst því kostur á að kaupa á því verði sem því verður skammtað.

Landssamband sumarhúsaeigenda vill undirstrika að samskipti leiguliða við bændur, þar sem þeir eru landeigendur, eru yfirleitt góð. Nýtt landslag er komið með fjárfestum sem sjá tækifæri í því að þvinga fólk sem þá þegar er á staðnum til uppkaupa á landinu á því verði sem þeim hentar. Við getum ekki verið að tala um markaðsverð í því sambandi. Sumarhúsaeigendum er stillt upp við vegg með þau miklu verðmæti sem þá þegar eru á staðnum og við þau skilyrði er þeim gefinn kostur að kaupa landið á verði sem ákveðið er einhliða af landeigenda. Í markaðslegu tilliti ætti að lækka verðið til muna m.v. rétt markaðsverð, þar sem landeigandi þarf ekki að finna mögulega kaupendur á landinu, þeir eru fyrir hendi. Í því sambandi viljum við benda á að uppkaup leiguliða fóru af stað í kjölfar frétta af Dagverðarnesi. Skrifstofa LS kom að mörgum þessara mála. Þar var fullt tillit tekið til þess að kaupendur voru til staðar og landeigendur tóku tillit til gróðurræktar o.fl. þegar verðið var ákveðið. Það er von stjórnar LS að frumvarpið nái fram að ganga o g verði að lögum á yfirstandandi þingi.

Áskorun til hins háa Alþingis um að ljúka málinu á yfirstandandi þingi verður lögð fram á fundinum. Það er með þetta mál eins og leiki á knattspyrnuvellinum. Engum leik er lokið fyrr en flautað er af og margir leikir haf unnist í uppbótartíma. Ég leyfi mér að leggja áherslu á það að þið ágætu fundarmenn, fulltrúar félaga innan LS, sendi áskorun til félags – og tryggingarmálanefndar Alþingis um að ljúka þessu máli.

Félagakerfi

LS tók upp nýtt félagakerfi á árinu sem gerir mun auðveldara að tengjast félagsmönnum á rafrænan hátt. Það er því von stjórnar LS að sem flest félög og félagsmenn sendi inn upplýsingar um sig varðandi netföng og fleira. Samráðshópur vegna hættu af gróðureldum: LS sótti fundi samráðshóps vegna hættu sem getur stafað af gróðureldum í kjölfar eldanna á Mýrum. Fundinn sótti m.a. Brunamálastofnun, Neyrðalínan, Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Almannavarnardeild Ríkislögreglustjórans, Félag slökkviliðsstjóra á Íslandi og Skógrækt ríkisins. Starf þessa hóps er ekki lokið.

Skattalöggjöf

Stjórn Landssambands sumarhúsaeigenda ítrekaði með bréfi til fjármálaráðherra að hann beiti sér fyrir breytingu á lögum um tekjuskatt að því er varðar skattlagningu söluhagnaðar sumarbústaða þannig að um skattlagningu hans gildi sömu reglur og gilda um söluhagnað af íbúðahúsum. Samkvæmt gildandi lögum er hagnaður sem myndast af sölu á sumarbústað skattskyldur án tillits til þess hve lengi bústaðuri nn hefur verið í eigu viðkomandi einstaklings.

Stjórn LS lítur á það sem réttlætismál að sömu reglur gildi um skattlagningu hagnaðar af sölu sumarbústaða í eigu manna og gilda um íbúðahúsnæði og fer því fram á það við fjármálráðherra að hann beiti sér fyrir viðeigandi lagabreytingu. Fjármálaráherra hefur enn ekki svarað þessu erindi.

Samráðshópur LS og sveitarfélaga

Í þeim efnum hefur ekkert gerst á árinu en ástæða til að hamra járnið hvort sem lögin ná fram eða ekki.

Félagatal

Um áramót 2006 – 7 voru 4005 félagar i samtökunum en voru um síðustu áramót 4085. Frá áramótum hafa yfir 100 nýir félagar bæst við. Þrátt fyrir þessa fjölgun er ástæða til að hefja áróður fyrir enn frekari fjölgun í samtökin.

Lokaorð

Góðir félagar. Ég læt hér lokið umfjöllun minni um starfsem LS á sl. ári og undirstrika að ég hef af ásettu ráði sleppt að lesa úr skýrslunni frekari umræðu um lagasetninguna og skattamálin enda eru þau mál áður rædd.

Árið 2007 var verulega erilsamt, sérstaklega fyrir framkvæmdastjóra og skrifstofusjóra. Leyfi ég mér, fyrir hönd okkar allra, að færa þeim bestu þakkir fyrir ljúft viðmót og dugnað í verkum sínum fyrir samtökin.. Ef við náum þessum lögum fram er það ekki síst fyrir ósérhlífni og árvekni Sveins Guðmundssonar. Ef þau hins vegar ná ekki fram að ganga er það ekki hans sök

Sérstakar þakkir færi ég Sveini og Aðalheiði, sem og meðstjórnarmönnum mínum, fyrir frábært samstarf á undanförnum árum og vináttu sem þar hefur myndast. Þessi kafli í lífi mínu hefur á margan hátt verið sérstakur og verður mér gott vegarnesti fram á við. Ég hef samkvæmt þessum orðum ákveðið að verða ekki áfram í kjöri til formanns í Landssambandinu.

Samtökunum óska ég allra heilla og ykkur öllum, góðir samherjar, óska ég gæfu og gengis jafnt í frístundabyggðinni sem og á öðrum vettvangi.

Ársreikningar Landssambandsins

Sveinn Guðmundsson fór yfir helstu tölur í reikningum sambandsins, en rekstrartekjur voru kr. 6.475.142, – vaxtatekjur voru kr. 559.292, – , rekstrargjöld voru kr. 6.611.496, – vaxtagjöld voru kr. 59.320, – , rekstrarhag naður var því kr. 363.619, – eigið fé 31.12.2007 er kr. 6.067.160.

Pálmi Hrafnkelsson spurði um aðkeypta þjónustu, risnu og viðskiptakostnað og Pétur Jónsson spurði um útistandandi félagsgjöld, Sveinn Guðmundsson svaraði framkomnum fyrirspurnum. Pétur Jónsson þakkaði stjórn fyrir vel unnin störf. Árseikningar Landssambandsins voru samþykktir samhljóða.

Lagabreytingar

Sveinn Guðmundsson fór yfir lög sambandsins með þeim breytingum sem fram voru komnar, samþykkt var að afgreiða lögin í heild sinni, engar fyrirspurnir eða umræður urðu um lögin og voru þau samþykkt samhljóða eins og þau voru kynnt á fundinum.

Ákvörðun um árgjald

Árgjald var samþykkt kr. 2.750, – fyrir einstaklinga og kr. 1.000, – fyrir félögin á hvern félaga.

Kosning stjórnar

Guðmundur Guðbjarnason var kosinn formaður, Margrét Jakobsdóttir, Magnús Pétursson og Katrín Steinsdóttir voru kosin meðstjórnendur. Í varastjórn voru kosnir, Ásgeir Guðmundsson, Einar M.Nikulásson og Björn Friðfinnsson. Pétur Jónsson löggiltur endurskoðandi var kosinn endurskoðandi. Önnur mál. Guðmundur Guðbjarnason nýkjörinn formaður þakkaði traustið og bauð nýja stjórnarmenn velkomna, hann lagði fram tillögu um heiðursfélaga Landssambandsins, þá Einar M. Nikulásson, Svein Geir Sigurjónsson, Björn Friðfinnsson og Ásgeir Guðmundsson, tillagan var samþykkt samhljóða.

Sveinn Geir las svohljóðandi tillögu „Aðalfundur Landssambands sumarhúsaeigenda haldinn 28. Apríl 2008, skorar á Alþingi að hraða afgreiðslu lagafrumvarps um frístundabyggð“.

Sveinn Guðmundsson hvatti fundar menn til að gera allt sem hægt er til að hvetja félags- og trygginganefnd Alþingis til að koma frumvarpinu í gegn á þessu vorþingi, hann segir að Vinstri Grænir og Samfylking séu meðmælt frumvarpinu, en Framsóknar og Sjálfstæðismenn séu með óljósa afstöðu til frumvarpsins. Sveinn Guðmundsson hvatti félagsmenn til að skrifa greinar í sumarhúsahandbókina.

Kristján Guðmundsson frá Keldnabyggð hvatti fundarmenn til að láta í sér heyra varðandi frístundafrumvarpið. Hann benti á vandamál vegna umferðar fjórhjóla og mótorhjóla í sumarhúsahverfum og spurði um úrræði vegna þessa vandamáls.

Runólfur Gunnlaugsson frá Dagverðarnesi sagði frá umgengnisreglum sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins, en þær taka m.a. á umferð fjórhjóla og fleiri faratækja, en mikil umferð vatnakatta og báta er á Skorradalsvatni. Runólfur sagði frá hækkun á lóðaleigu í Dagverðarnesi, þar þrefaldast leigugjaldið á milliára og er ¼ hektari nú leigður á 180.000.

Sverrir Davíð Hauksson sagði frá vandamálum í Eyraraskógi vegna kalda vatnsins og spurði hvort Landssambandið styddi þau í málaferlum við landeigandann, þar sem vatnið sem í boði er sé ónothæft v/kólígerla.

Sveinn Guðmundsson sagði að víða hafi komið upp vandamál með umferð fjórhjóla og fleiri faratækja, hann telur umgengnisreglur vera af hinu góða, hann sagðist hafa setið nokkra fundi með félögum úr Eyrarskógi og sagði að Landssambandið mundi styðja þau í þeirra málum gagnvart landeiganda.

Ásgeir Guðmundsson ræddi um fjórhjól og þess háttar farartæki sem víða eru til vandræða, hann hvatti Runólf til að birta umgengnisreglur Dagverðarness.

Sveinn Geir bar upp áðurlesna tillögu til fundarins, þá kom svohljóðandi breytingartillaga frá Guðmundi Bjarnasyni, „Aðalfundur Landssambands sumar húsaeigenda, haldinn 28. apríl 2008, skorar á Alþingi Íslendinga að samþykkja frumvarp um frístundabyggðina sem lög frá Alþingi á yfirstandandi þingi.

Tillaga Guðmundar Bjarnasonar var samþykkt samhljóða.

Guðmundur Guðbjarnason ítrekaði nauðsyn þess að fá lagasetningu um frístundabyggð, hann telur það vera Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra að þakka að frumvarpið var sent til lagastofnunar Háskóla Íslands og síðan lagt fram á Alþingi. Hann telur að eitthvað þurfi að gefa eftir í frumvarpinu eins og það er í dag til að liðka fyrir samþykkt þess á Alþingi.

Fundarslit

Sveinn Geir Sigurjönsson, þakkaði góða fundarsetu og sleit fundi klukkan 21.48.

Fundarsetning

Ásgeir Guðmundsson formaður Landssambands sumarhúsaeigenda setti fundinn klukkan 20.08 og bauð fundarmenn velkomna þá sérstaklega gest fundarins, Helga Áss Grétarsson.

Skipan fundarstjóra og fundarritara

Sveinn Geir Sigurjónsson var skipaður fundarstjóri og Katrín Steinsdóttir fundarritari.

Gestur fundarins

Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur hjá lagastofnun Háskóla Íslands fór yfir meginatriði lagafrumvarps um frístundabyggð, en það liggur fyrir Alþingi. Helgi Áss og Eyvindur Gunnarsson yfirfóru frumvarpið síðast liðið haust, þá bættu þeir ýmsu inn í frumvarpsdrögin til hagsbóta fyrir leigutaka, m.a. að við leigulok þá öðlist leigutakinn áframhaldandi leigurétt og að þetta ákvæði verði afturvirkt varðandi þá leigusamninga sem eru í gildi þegar lögin verða samþykkt.

Lagastofnun telur að um sé að ræða það mikla hagsmuni fyrir leigutaka að stætt sé á kröfu um forleigurétt og að eðlilegt sé að á móti komi hækkun á leigugjaldi við framlengingu leigusamninga. Helgi telur ýmsar breytingar í þjóðfélaginu á síðastliðnum 20 – 25 árum hafa orðið til þess að ennþá meiri nauðsyn sé á lagasetningu varðandi frístundabyggð.

Sveinn Guðmundsson framkvæmdastjóri Landssambands sumarhúsaeigenda spurði um félagafrelsi varðandi sumarhúsafélög, Helgi telur að það séu það margir hlutir og mörg verkefni sameiginleg á sumarhúsasvæðum að skylduaðild sé jafn réttmæt þar og í fjöleignahúsum. Árni Þór Árnason frá Vaðnesi, spurði hvar frumvarpið væri statt, Sveinn Guðmundsson sagði frumvarpið vera hjá félags- og trygginganefnd Alþingis.Sveinn vonar að frumvarpið fari í gegn á þessu vorþingi, en með einhverjum breytingum. Sverrir DavíðHauksson frá Eyrarskógi sagði að stjórn hans félags hefði átt fund með frumvarpsnefndinni í síðustu viku, þar kom fram að skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um frumvarpið. Pálmi Hrafnkelsson frá Oddsholti spurði um réttarstöðu sumarhúsaeigenda gagnvart sveitarstjórnum, Helgi Áss telur að sveitarstjónarmenn hafi ekki áhuga fyrir auknum rétti sumarhúsaeigenda. Árni Þór Árnason spurði hvort það væri rétt að sumarhúsaeigendur hefðu engan rétt gagnvart sveitarstjórnum, Helgi Áss sagði svo vera án lögheimilis í sveitarfélögum er fólk rétt lítið. Ásgeir Guðmundsson færði Helga Áss þakkargjöf fyrir hans framlag til fundarins.

Fundargerð síðasta aðalfundar

Fundarstjóri lagði til að fundargerð síðasta aðalfundar yrði ekki lesin, enda er hún í sumarhúsahandbókinni sem kom út á síðasta ári, samþykkt var að lesa hana ekki.

Skýrsla stjórnar

Ásgeir Guðmundsson las skýrslu stjórnar:

Skýrsla stjórnar LS fyrir árið 2007

Stjórnin var skipuð eftirtöldum aðilum fyrir árið 2007.

Stjórn: Ásgeir Guðmundsson, formaður Sveinn Geir Sigurjónsson, varaformaður Guðmundur Guðbjarnason, ritari Margrét Jakobsdóttir, gjaldkeri Ægir Frímansson, meðstjórnandi.

Varastjórn: Björn Friðfinnsson, Einar M. Nikulásson og Katrín Steinsdóttir.

Endurskoðandi: Pétur Jónsson.

Framkvæmdastjóri: Sveinn Guðmundsson.

Skrifstofustjóri: Aðalheiður Valdimarsdóttir.

Skrifstofan: Skrifstofan er að Suðurlandsbraut 30 og er opið nú vikulega mánudaga til fimmtudaga 09 – 12. Þannig aukið hefur verið við opnunartíma frá fyrra ári, en þá var opið mánudaga til miðvikudaga 09 – 12. Álag á skrifstofuna hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár. Skrifstofan hefur afgreitt fjölda mála fyrir félagsmenn og aukning er jöfn og þétt. Framkvæmdastjóri sambandssins hefur sótt fjölmarga fundi m eð félögum innan LS.

Haldnir voru 5 stjórnarfundir í árinu, auk fjölda annarra funda þar sem stjórnarmenn og/eða framkvæmdastjóri LS sátu.

Útgáfumál: Sumarhúsahandbókin var gefin út á árinu. Í ritinu var komið inn á mörg mál er tengist frístundabyggðinni.

– Frumvarp til laga um frístundabyggðina kynnt.

– Samstarf sveitarfélaga og sumarhúsaeigenda.

– Eldvarnir.

– Heitir pottar.

– Þróun opinberra gjalda af sumarhúsi.

– Og margt fleira.

Skrifstofa LS sá um ritstjórn og efnisöflun og í ritstjórn sat f.h. LS Sveinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri.

Fyrir liggur nú undirbúningur að útgáfu Sumarhúsahandbókarinnar 2008 sem kemur út í júní n.k. LS leggur áherslu á að bókin verði vettvangur sambandssins til að koma fræðslu og upplýsingum á framfæri við sumarhúsaeigendur og eru félagsmenn hvattir til að skrifa greinar í bókina.

Frumvarp til laga frístundabyggð

Til upprifjunar þá skilaði starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins af sér frumvarpi til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð þann 28. febrúar 2007. Starfshópurinn taldi að þegar litið væri til framtíðar þá leiddi samþykkt frumvarpsins til þess að draga muni úr ágreiningi sem ríkir víða í frístundabyggðum Um afdrif frumvarpsins þarf ekki að ræða frekar, stutt var til þingloka vegna væntanlegra kosninga og málið dagaði uppi.

Félagsmálaráðuneytið tók málið föstum tökum og í meðförum þess tók frumvarpið miklum breytingum til hins góða fyrir frístundabyggðina.

T.a.m. er framleiga og framsal leiguréttinda á lóð undir frístundahús heimil án samþykkis leigusala. Leigutaki skal þó tilkynna leigusala um framleigu lóðarleiguréttinda til lengri tíma en eins árs eða framsal lóðarleiguréttinda innan fjögurra vikna frá slíkum aðilaskiptum.

Veðsetning lóðarleiguréttinda er heimil án samþykkis leigusala. Þetta ákvæði í lögunum er til samræmis við lög og reglur um samningsveð.

Reynt er að tryggja lóðarleiguhafa framlengingu á leigusamning að leigutíma loknum með ákveðnum hætti.

Í frumvarpinu er mælt fyrir um rétt leigutaka til að framlengja leigusamning sem er að renna út. Eðli málsins samkvæmt þarf að gæta að hagsmunum beggja aðila, ekki síst vegna þess að lögin munu gilda um þá samninga sem voru gerðir fyrir gildistöku laganna og eru í gildi þegar lögin koma til framkvæmda. Það er forsenda frumvarpsins að hægt sé að bæta réttarstöðu þeirra fjölmörgu lóðarleigutaka sem nú hafa gilda samninga sem eru að renna út innan skamms. Fáar leiðir eru færar í þeim efnum en að leigutaki hafi ótvíræðan rétt til að framlengja leigusamning eða rétt til að leysa lóðina til sín.

Frumvarpið eins og það lítur út í dag er ótvírætt mjög hagkvæmt fyrir frístundabyggðina og lóðaleigutaka, en það vekur athygli hvað fáir aðilar hafa stutt frumvarpið. Einungis eitt sumarhúsahúsfélag sendi inn stuðningsyfirlýsingu til félags – og tryggingamálanefndar Alþingis auk LS, Byggðastofnun og Félagi eldri borgara í Reykjavík. Stuðningsaðilar lýstu því yfir að lagasetningin yrði mikil réttarbót fyrir leigutaka. Hins vegar sendu fjölmargir inn mótmæli við frumvarpið og töldu m.a. að ráðstöfunaréttur landeigenda væri mjög takmarkaður, þ.e. að leigutaki eiga rétt á 25 ára framleigu og það verði ekki fyrr en 10 árum eftir það sem landeigandi geti krafið leigutaka um kaup á landinu. Þá hafa gagnaðilar bent á að ekki væri tækt að setja lög með afturvirkum hætti.

LS hefur bent á að efnið varði almannahagsmuni en gagnaðilar telja svo ekki vera. Þá hafa mótmæli einnig beinst að því að félagafrelsi séu vari n af stjórnarskránni þannig að ekki verði hægt að setja lög sem bindi menn í félag.

Þingefndin vill leysa málið og lausnin gæti verið að milda ákvæðið um framleigu þ.e. 25 ár + 10 ár sölurétt landeiganda, þó verður að taka tillit til fólks sem er nýbúið að kaupa hús þar sem leigutími er að renna út og engar viðvaranir hafa komið um að ekki yrði boðið upp á framhald leigu.

Nauðsynlegt er að frumvarpið nái fram að ganga og til þess að svo geti farið gæti LS alveg tekið undir að milda ákvæði um framleiguna. Það getur líka alveg hugsast að uppkaup verði strax að loknum leigutíma ef leigusali óskar eftir því. Í því sambandi er mikilvægt að úrskurðarnefndin eða gerðardómur komi að málinu ef menn eru ósammála um verðmatið. Sama á við ef um framleigu er að ræða.

Félagaformið tekur mið af samfélagi, eigenda húseigna, líkt og í fjöleignarhúsi. Sameign er vegasamlagið, girðingar, veitukerfi o.s.frv. Það er með sömu rökum og með húsfélag, félagarnir séu skuldbundnir með sama hætti að taka þátt í kostnaði sem til fellur vegna sameignarinnar.

Upptalningin um atriði til að fjalla um gerð leigusamngina er samkvæmt efninu ekki endilega tæmandi. Hins vegar er verið að tíunda það helsta og mikilvægasta, þannig að aðilar staldri við við gerð samninga og velti fyrir sér helstu atriðum sem skipta máli.

Fjölskyldur eða einstaklingar sem hafa tekið þá ákvörðun að fjáfesta í sumarhúsi og leigulóð eru í leiðinni að taka landið í fóstur og sumir hverjir hafa byrjað ræktun frá grunni. Mikill kostnaður er samfara því að koma sér upp sumarhúsi, lagt er í húsið sjálft, innbú, lóð og annað s.s. veg, kalt og heitt vatn, girðingu, rotþró, rafvæðingu o.s.frv. Fólk sem fjárfestir í leigulandi er að leggja til mun meira verðmæti í landið en landeigandi sjálfur. Hafa ber í huga að hagsmunir lóðarleigutaka eru yfirleitt mun meiri í fjárhagslegu tilliti en landeiganda sbr. framangreint og er mikivægt að löggjafinn standi vörð um þessa almannahagsmuni.

Við höfum miklar áhyggjur af þróun mála næstu daga. Það vandamál sem er til staðar í Dagverðarnesi er að byrja í Eyrarskógi og þá hefur spurst út að eigandi Indriðastaða ætli ekki að endurnýja leigusamninga sem renna flestir út á næsta ári. Fólki gefst því kostur á að kaupa á því verði sem því verður skammtað.

Landssamband sumarhúsaeigenda vill undirstrika að samskipti leiguliða við bændur, þar sem þeir eru landeigendur, eru yfirleitt góð. Nýtt landslag er komið með fjárfestum sem sjá tækifæri í því að þvinga fólk sem þá þegar er á staðnum til uppkaupa á landinu á því verði sem þeim hentar. Við getum ekki verið að tala um markaðsverð í því sambandi. Sumarhúsaeigendum er stillt upp við vegg með þau miklu verðmæti sem þá þegar eru á staðnum og við þau skilyrði er þeim gefinn kostur að kaupa landið á verði sem ákveðið er einhliða af landeigenda. Í markaðslegu tilliti ætti að lækka verðið til muna m.v. rétt markaðsverð, þar sem landeigandi þarf ekki að finna mögulega kaupendur á landinu, þeir eru fyrir hendi. Í því sambandi viljum við benda á að uppkaup leiguliða fóru af stað í kjölfar frétta af Dagverðarnesi. Skrifstofa LS kom að mörgum þessara mála. Þar var fullt tillit tekið til þess að kaupendur voru til staðar og landeigendur tóku tillit til gróðurræktar o.fl. þegar verðið var ákveðið. Það er von stjórnar LS að frumvarpið nái fram að ganga o g verði að lögum á yfirstandandi þingi.

Áskorun til hins háa Alþingis um að ljúka málinu á yfirstandandi þingi verður lögð fram á fundinum. Það er með þetta mál eins og leiki á knattspyrnuvellinum. Engum leik er lokið fyrr en flautað er af og margir leikir haf unnist í uppbótartíma. Ég leyfi mér að leggja áherslu á það að þið ágætu fundarmenn, fulltrúar félaga innan LS, sendi áskorun til félags – og tryggingarmálanefndar Alþingis um að ljúka þessu máli.

Félagakerfi

LS tók upp nýtt félagakerfi á árinu sem gerir mun auðveldara að tengjast félagsmönnum á rafrænan hátt. Það er því von stjórnar LS að sem flest félög og félagsmenn sendi inn upplýsingar um sig varðandi netföng og fleira. Samráðshópur vegna hættu af gróðureldum: LS sótti fundi samráðshóps vegna hættu sem getur stafað af gróðureldum í kjölfar eldanna á Mýrum. Fundinn sótti m.a. Brunamálastofnun, Neyrðalínan, Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Almannavarnardeild Ríkislögreglustjórans, Félag slökkviliðsstjóra á Íslandi og Skógrækt ríkisins. Starf þessa hóps er ekki lokið.

Skattalöggjöf

Stjórn Landssambands sumarhúsaeigenda ítrekaði með bréfi til fjármálaráðherra að hann beiti sér fyrir breytingu á lögum um tekjuskatt að því er varðar skattlagningu söluhagnaðar sumarbústaða þannig að um skattlagningu hans gildi sömu reglur og gilda um söluhagnað af íbúðahúsum. Samkvæmt gildandi lögum er hagnaður sem myndast af sölu á sumarbústað skattskyldur án tillits til þess hve lengi bústaðuri nn hefur verið í eigu viðkomandi einstaklings.

Stjórn LS lítur á það sem réttlætismál að sömu reglur gildi um skattlagningu hagnaðar af sölu sumarbústaða í eigu manna og gilda um íbúðahúsnæði og fer því fram á það við fjármálráðherra að hann beiti sér fyrir viðeigandi lagabreytingu. Fjármálaráherra hefur enn ekki svarað þessu erindi.

Samráðshópur LS og sveitarfélaga

Í þeim efnum hefur ekkert gerst á árinu en ástæða til að hamra járnið hvort sem lögin ná fram eða ekki.

Félagatal

Um áramót 2006 – 7 voru 4005 félagar i samtökunum en voru um síðustu áramót 4085. Frá áramótum hafa yfir 100 nýir félagar bæst við. Þrátt fyrir þessa fjölgun er ástæða til að hefja áróður fyrir enn frekari fjölgun í samtökin.

Lokaorð

Góðir félagar. Ég læt hér lokið umfjöllun minni um starfsem LS á sl. ári og undirstrika að ég hef af ásettu ráði sleppt að lesa úr skýrslunni frekari umræðu um lagasetninguna og skattamálin enda eru þau mál áður rædd.

Árið 2007 var verulega erilsamt, sérstaklega fyrir framkvæmdastjóra og skrifstofusjóra. Leyfi ég mér, fyrir hönd okkar allra, að færa þeim bestu þakkir fyrir ljúft viðmót og dugnað í verkum sínum fyrir samtökin.. Ef við náum þessum lögum fram er það ekki síst fyrir ósérhlífni og árvekni Sveins Guðmundssonar. Ef þau hins vegar ná ekki fram að ganga er það ekki hans sök

Sérstakar þakkir færi ég Sveini og Aðalheiði, sem og meðstjórnarmönnum mínum, fyrir frábært samstarf á undanförnum árum og vináttu sem þar hefur myndast. Þessi kafli í lífi mínu hefur á margan hátt verið sérstakur og verður mér gott vegarnesti fram á við. Ég hef samkvæmt þessum orðum ákveðið að verða ekki áfram í kjöri til formanns í Landssambandinu.

Samtökunum óska ég allra heilla og ykkur öllum, góðir samherjar, óska ég gæfu og gengis jafnt í frístundabyggðinni sem og á öðrum vettvangi.

Ársreikningar Landssambandsins

Sveinn Guðmundsson fór yfir helstu tölur í reikningum sambandsins, en rekstrartekjur voru kr. 6.475.142, – vaxtatekjur voru kr. 559.292, – , rekstrargjöld voru kr. 6.611.496, – vaxtagjöld voru kr. 59.320, – , rekstrarhag naður var því kr. 363.619, – eigið fé 31.12.2007 er kr. 6.067.160.

Pálmi Hrafnkelsson spurði um aðkeypta þjónustu, risnu og viðskiptakostnað og Pétur Jónsson spurði um útistandandi félagsgjöld, Sveinn Guðmundsson svaraði framkomnum fyrirspurnum. Pétur Jónsson þakkaði stjórn fyrir vel unnin störf. Árseikningar Landssambandsins voru samþykktir samhljóða.

Lagabreytingar

Sveinn Guðmundsson fór yfir lög sambandsins með þeim breytingum sem fram voru komnar, samþykkt var að afgreiða lögin í heild sinni, engar fyrirspurnir eða umræður urðu um lögin og voru þau samþykkt samhljóða eins og þau voru kynnt á fundinum.

Ákvörðun um árgjald

Árgjald var samþykkt kr. 2.750, – fyrir einstaklinga og kr. 1.000, – fyrir félögin á hvern félaga.

Kosning stjórnar

Guðmundur Guðbjarnason var kosinn formaður, Margrét Jakobsdóttir, Magnús Pétursson og Katrín Steinsdóttir voru kosin meðstjórnendur. Í varastjórn voru kosnir, Ásgeir Guðmundsson, Einar M.Nikulásson og Björn Friðfinnsson. Pétur Jónsson löggiltur endurskoðandi var kosinn endurskoðandi. Önnur mál. Guðmundur Guðbjarnason nýkjörinn formaður þakkaði traustið og bauð nýja stjórnarmenn velkomna, hann lagði fram tillögu um heiðursfélaga Landssambandsins, þá Einar M. Nikulásson, Svein Geir Sigurjónsson, Björn Friðfinnsson og Ásgeir Guðmundsson, tillagan var samþykkt samhljóða.

Sveinn Geir las svohljóðandi tillögu „Aðalfundur Landssambands sumarhúsaeigenda haldinn 28. Apríl 2008, skorar á Alþingi að hraða afgreiðslu lagafrumvarps um frístundabyggð“.

Sveinn Guðmundsson hvatti fundar menn til að gera allt sem hægt er til að hvetja félags- og trygginganefnd Alþingis til að koma frumvarpinu í gegn á þessu vorþingi, hann segir að Vinstri Grænir og Samfylking séu meðmælt frumvarpinu, en Framsóknar og Sjálfstæðismenn séu með óljósa afstöðu til frumvarpsins. Sveinn Guðmundsson hvatti félagsmenn til að skrifa greinar í sumarhúsahandbókina.

Kristján Guðmundsson frá Keldnabyggð hvatti fundarmenn til að láta í sér heyra varðandi frístundafrumvarpið. Hann benti á vandamál vegna umferðar fjórhjóla og mótorhjóla í sumarhúsahverfum og spurði um úrræði vegna þessa vandamáls.

Runólfur Gunnlaugsson frá Dagverðarnesi sagði frá umgengnisreglum sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins, en þær taka m.a. á umferð fjórhjóla og fleiri faratækja, en mikil umferð vatnakatta og báta er á Skorradalsvatni. Runólfur sagði frá hækkun á lóðaleigu í Dagverðarnesi, þar þrefaldast leigugjaldið á milliára og er ¼ hektari nú leigður á 180.000.

Sverrir Davíð Hauksson sagði frá vandamálum í Eyraraskógi vegna kalda vatnsins og spurði hvort Landssambandið styddi þau í málaferlum við landeigandann, þar sem vatnið sem í boði er sé ónothæft v/kólígerla.

Sveinn Guðmundsson sagði að víða hafi komið upp vandamál með umferð fjórhjóla og fleiri faratækja, hann telur umgengnisreglur vera af hinu góða, hann sagðist hafa setið nokkra fundi með félögum úr Eyrarskógi og sagði að Landssambandið mundi styðja þau í þeirra málum gagnvart landeiganda.

Ásgeir Guðmundsson ræddi um fjórhjól og þess háttar farartæki sem víða eru til vandræða, hann hvatti Runólf til að birta umgengnisreglur Dagverðarness.

Sveinn Geir bar upp áðurlesna tillögu til fundarins, þá kom svohljóðandi breytingartillaga frá Guðmundi Bjarnasyni, „Aðalfundur Landssambands sumar húsaeigenda, haldinn 28. apríl 2008, skorar á Alþingi Íslendinga að samþykkja frumvarp um frístundabyggðina sem lög frá Alþingi á yfirstandandi þingi.

Tillaga Guðmundar Bjarnasonar var samþykkt samhljóða.

Guðmundur Guðbjarnason ítrekaði nauðsyn þess að fá lagasetningu um frístundabyggð, hann telur það vera Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra að þakka að frumvarpið var sent til lagastofnunar Háskóla Íslands og síðan lagt fram á Alþingi. Hann telur að eitthvað þurfi að gefa eftir í frumvarpinu eins og það er í dag til að liðka fyrir samþykkt þess á Alþingi.

Fundarslit

Sveinn Geir Sigurjönsson, þakkaði góða fundarsetu og sleit fundi klukkan 21.48.