Gróðureldar

Nú fer að líða að vorverkunum og er þá ekki úr vegi að minna á grisjun gróðurs við sumarhús. Síðasta vor skapaðist mikil hætta á gróðureldum vegna þurrka. Mikilvægt er að allir átti sig á því af hvaða orsökum kviknað geti í gróðri og hafi greiðan aðgang að ýmiskonar viðbragðsbúnaði.

Upplýsingar er að finna á vefnum www.grodureldar.is  

og Eldklár átak Húsnæðis og mannvirkja­stofnunar. (1) Eldklár | Facebook

Sumarhúsafélögum bjóðast námskeið fyrir félagsmenn sína til vitundar­vakningar um málefnið.

Tengiliður vegna námskeiða og annarra upplýsinga Dóra Hjálmarsdóttir dh@verkis.is