NÝTT KERFI MEIRA ÖRYGGI FYRIR FÉLAGSMENN

Þessa daganna eru fulltrúar Landssambands sumarhúsaeigenda að hringja í félagsmenn.  LS hefur tekið upp nýtt félagakerfi og vefsíðu sem gerir það mögulegt fyrir félögin til framtíðar að halda utan um félagaskránna á síðunni.

Þá munu eingöngu félagsmenn hafa síðar aðgang að innra kerfi hennar, s.s. vegna þjónustu, upplýsinga og afsláttar á þjónustu og vöru.

Við erum núna að hafa samband við félagsmenn og fá uppgefna félagaskrá viðkomandi félags.  Við þurfum upplýsingar um það hver er í stjórn, formaður, gjaldkeri o.sv.frv.  Þá vantar okkar upplýsingar um félagsmenn.

Það þarf síðan að gefa upp einn aðila sem hefur aðgang að síðunni fyrir viðkomandi félag til að breyta t.d. félagaskránni;

  • Nafn.
  • Heimili.
  • Póstfang.
  • Netfang.
  • Síma.

Það væri mjög gott að fá þessar upplýsinar í exel-skjali.

Landssamband sumarhúsaeigenda getur með betri upplýsingum um félagsmenn haft samband við félagsmenn og t.d. veitt upplýsingar sem gætu t.d. verið staðbundnar frá sveitarfélagi eða lögreglu vegna tíðra innbrota á tilteknu svæði o.sv.frv.

Hægt er að senda upplýsingar á netfangið: sveinn@jural.is

Bestu þakkir.