NETBYLTING Á STÆRSTU SUMARHÚSASVÆÐUNUM – VODAFONE TEKUR STÖKKIÐ

4gnet_island

4G-væðing stærstu sumarhúsasvæða landsins er nú í fullum gangi. Tæknimenn á vegum Vodafone hafa á undanförnum vikum unnið að uppsetningu á viðeigandi sendibúnaði og var þjónustunni hleypt af stokkunum 4. júlí á stærstu sumarhúsasvæðum Suður- og Vesturlands, fyrir stærstu ferðahelgi sumarsins.
Sumarhúsanotendur í Skorradal og Grímsnesi eru meðal þeirra sem geta notið þjónustunnar, en 4G-þjónustusvæði Vodafone mun svo stækka jafnt og þétt á komandi misserum. Í fyrstu verður áhersla lögð á svæði þar sem hefðbundin netþjónusta er takmörkuð, enda er þörfin og spurn eftir 4G-þjónustunni mest þar. Sú aðferðarfræði byggir á reynslu Vodafone í Evrópu, en þar hefur gefist vel að veita fyrst 4G-netþjónustu á illa nettengdum svæðum. Viðtökur við þjónustunni þar hafa verið mjög góðar, enda felur tæknin í sér netbyltingu fyrir fólk sem áður hafði ekki aðgang að háhraðasambandi.

Til að nota þjónustuna þarf 4G-vædd tæki, til dæmis 4G-nettengil eða 4G-netbeini, sem tölvur geta tengst með sama hætti og með hefðbundnum netbeini á heimilum. Upplýsingar um 4G-búnað eru veittar í verslunum Vodafone, á www.vodafone.is og í síma 1414.