Kynnum spennandi nýjungar hjá Efnagreiningu ehf. á Hvanneyri sem eru örverugreiningar vatns.
Greinum heildarfjölda baktería og hvort coliforms og sér í lagi E-coli eru þar á meðal.
Hraðpróf sem gefur niðurstöður eftir tvo sólarhringa. Tilvalið fyrir þá sem eru með eigið vatnsból til að fylgjast með gæðum neysluvatns. Einnig getum við greint örverur í heitum pottum.
Hægt er að nota þvagsýnaglös sem fást í apótekum fyrir sýnatökuna. Örverugreining vatnssýnis kostar 4600.- krónur án vsk.
Hjá Efnagreiningu ehf leggjum við áherslu á að vera með sanngjarnt verð og persónulega og áreiðanlega þjónustu. Greinum einnig margvísleg önnur sýni s.s. jarðveg, plöntur og matvæli og erum vel búin tækjum til fjölbreyttra efna- og örverugreininga. Meiri upplýsingar má finna á heimasíðu okkar http://www.efnagreining.is/ .
Endilega hafið samband.
Tölvupóstfang efnagreining@efnagreining.is eða í síma 661 2629