Vodafone byggir þessa dagana upp stafrænt sjónvarpsdreifikerfi um allt land, í samráði við RÚV.
Framkvæmdin er langt komin, en á næstunni munu stór sumarbústaðarsvæði eiga kost á Digital sjónvarpsútsendingum (9 rásir), en munu jafnframt missa Analog sjónvarpsútsendingu RÚV (1 rás) sem sumarbústaðaeigendur hafa mögulega notað hingað til.
Frekari upplýsingar um kerfið og uppbygginguna má sjá á upplýsingasíðu Vodafone:
http://www.vodafone.is/sjonvarp/ruv/
http://www.vodafone.is/sjonvarp/svaedi/
Meðfylgjandi bréf verður sent á lögheimili (ekki bústaði) á hverju svæði fyrir sig, þegar nær dregur hverri lokun. Lokanirnar sem eftir eru má sjá hér:
http://www.vodafone.is/images/thjonustusvaedi/RUV-Analog-nidurtekt-2-4-2014_PZ12.jpg
Hvað þarf viðskiptavinur að gera?
- Leigja myndlykil (Stafrænan móttakara) frá Vodafone eða kaupa annan stafrænan móttakara – sé hann ekki innbyggður í sjónvarpið.
- Stafrænir móttakar eru innbyggðir í flestum nýrri tegundum flatskjáa – en ekki í gömlu túpunni.
- Leita að stafrænu útsendingunni.
- Ef ekki næst mynd þarf mögulega að:
- Laga stefnu loftnets, þannig að það snúi í átt að digital sendi Vodafone.
- Kaupa nýtt loftnet (UHF).
- Bendum á þjónustuaðila fyrir loftnet á http://www.sart.is/finna-thjonustuadila/
Frétt úr Landanum tengt þessu efni má sjá hér:
http://www.ruv.is/mannlif/prila-upp-i-mostur-til-ad-skipta-um-senda