Gróðureldar

Nú fer að líða að vorverkunum og er þá ekki úr vegi að minna á grisjun gróðurs við sumarhús. Síðasta vor skapaðist mikil hætta á gróðureldum vegna þurrka. Mikilvægt er að allir átti sig á því af hvaða orsökum kviknað geti í gróðri og hafi greiðan aðgang að ýmiskonar viðbragðsbúnaði.

Upplýsingar er að finna á vefnum www.grodureldar.is  

og Eldklár átak Húsnæðis og mannvirkja­stofnunar. (1) Eldklár | Facebook

Sumarhúsafélögum bjóðast námskeið fyrir félagsmenn sína til vitundar­vakningar um málefnið.

Tengiliður vegna námskeiða og annarra upplýsinga Dóra Hjálmarsdóttir dh@verkis.is

Aðalfundur Landssambands sumarhúsaeigenda 2022

Aðalfundur Landssambands sumarhúsaeigenda. Verður haldinn, fimmtuaginn 28.  apríl í húsnæði Eignaumsjónar,  Suðurlandsbraut 30 , Reykjavík (jarðhæð)  kl. 18:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Á fundinum verður erindi frá Dóru Hjálmarsdóttur, verkfræðingi vegna gróðurelda. Stjórnin.

ÖRYGGISNÚMER Á ÖLL SUMARHÚS Á ÍSLANDI

PÖTNUNARSÍMI 581 3200  Hægt er líka að leggja inn pöntun á sveinn@sumarhus.is með nafni, kennitölu og síma. Landssamband sumarhúsaeigenda hefur haft forgöngu um að koma á öryggismerkingum á öll sumarhús í landinu frá árinu 2002. Þetta verkefni er unnið í dag í samvinnu við Neyðarlínuna og Þjóðskrá Íslands. Tilgangur verkefnisins er að auka öryggi sumarhúsaeigenda. […]

Örverugreining vatns – Efnagreining ehf. Hvanneyri

Kynnum spennandi nýjungar hjá Efnagreiningu ehf. á Hvanneyri sem eru örverugreiningar vatns. Greinum heildarfjölda baktería og hvort coliforms og sér í lagi E-coli eru þar á meðal. Hraðpróf sem gefur niðurstöður eftir tvo sólarhringa. Tilvalið fyrir þá sem eru með eigið vatnsból til að fylgjast með gæðum neysluvatns. Einnig getum við greint örverur í heitum […]

Segir sumarhúsaeigendur hunsaða

Landssamband sumarhúsaeigenda skorar á stjórnvöld að fella niður skatta af söluhagnaði frístundahúsa. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir frístundahús ekkert annað en framlengingu af heimili fólks. Hann segist enga áheyrn fá frá stjórnvöldum um tillögur sambandsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tuttugu prósent tekjuskattur er lagður á söluhagnað sumarhúsa í dag. Sveinn segir að dæmi séu um […]

Áskorun til stjórnvalda

Aðalfundur Landssambands sumarhúseigenda var haldinn 27. apríl.  Lögð var fram áskorun til stjórnvald eftirfarandi. „Aðalfundur Landssambands sumarhúsaeigenda haldinn 27. apríl 2016 skorar á stjórnvöld að fella niður skatta af söluhagnaði frístundahúsa.“ Landssambandið beitti sér fyrir breytingu á lögum um tekjuskatt að því er varðar skattlagningu söluhagnaðar sumarbústaða þannig að um skattlagningu hans gildu sömu reglur […]